Spotlight: Don’t Worry, Be Happy
[translated fiction]
It’s my weekend with my daughter.
Vilhelmína is standing between us wearing a Batman T-shirt and a wool jacket, a red tulle skirt and new rubber boots. She’s also wearing a backpack that’s much too big for her scrawny back with a decorative little umbrella hanging off it, and I feel a tug at my heartstrings when I notice a scrape on the cheek that’s facing me.
Her mother is standing impatiently in the doorway, trying to hold down her blonde hair, which is being pawed at by the wind. Her wide pajama pants flap around her legs and I know her old T-shirt well. It’s one I’ve often touched. In the darkness behind her, I can just make out a bearded man in a button-down shirt. How can she find that guy attractive?
“You two are going to do something fun, aren’t you?” Her voice is far too peppy and the question’s followed by a look that speaks volumes. She’s in a hurry to get rid of us.
Vilhelmína and I look at each other quickly and that scrape nudges at the dread that has hunkered down in some indeterminate place behind my ribs, in a fitful embrace with my guilty conscience. All the things that can happen when I’m not there to keep an eye on her. And who exactly is this man hiding in the shadows behind the woman whom I once called my own? I’ll question Vilhelmína—gently, cunningly—and figure out what happened. How things are with her, whether there’s anything amiss. Careful not to scare her, not to put words in her mouth. Didn’t her mother say once that this guy was a teacher, her coworker?
It pleases me to see that she’s looking at the new Volvo that’s waiting for us by the gate. “You always land on your feet,” my former wife says sarcastically.
I just smile and shake the car keys in front of her face.
Vilhelmína looks at me expectantly and for the umpteenth time, I wonder why our father-daughter weekends always have to revolve around something fun. Why can’t I just take my daughter’s hand and bring her along on my daily comings and goings? Let her see what my reality is like? There’s always got to be something happening. Sometimes, it’s even been decided beforehand, down to the smallest details—where we’ll go and what we’ll do—without me having any say in the matter. I don’t know how it got like this, but, now, I’m saying stop. From here on out, I’m in charge of the agenda. I’m not letting people get away with pushing me around anymore.
Our last weekend adventure is still painfully clear in my memory when we drive off. On that occasion, my Ex had gotten the idea that it would be a good idea for us to give bread to the ducks on Tjörnin pond. This weekend pastime, beloved of the nation, has never appealed to me. Not even when I was a kid. But I decided to do my best, was going, in fact, to buy old bread at the bakery on Lækjargata. They were all out, though—some senior citizens had gotten it on the cheap—so in the end, we splurged on fresh parmesan bread.
Then, per our instructions, we stood there on the banks of the pond and shivered in the cold, inhaling the faint scent of decay, tossing out little morsels of bread and, in the intervening breaths, had a couple ourselves. The ducks took a long time perking up—I’ve got my doubts about the intellect of the Tjörnin waterfowl—but the seagulls were on the ball and snapped the morsels up before they’d landed in the water. One of them also snapped up the cigarette butt that I flicked away, but didn’t seem any worse off for it. I’d started to get cold and decided to make the morsels bigger. Vilhelmína thought this was brilliant (she thinks everything I do is brilliant) and we were making quick work of the bread.
Then, out of nowhere, a furious swan appeared. It was like a prehistoric creature in a horror film, its wings and beak beating, biting, and chopping in all directions. Truth be told, I’d never figured out just what kind of creature a swan is, that its wings should be so big and strong. Vilhelmína, who is about the same height as the average swan, didn’t have the sense to be afraid of the bird and defended herself with great courage, but I had a bad feeling about where this was going and so chucked the rest of the bread into the pond as I carried my daughter, kicking and screaming, off the battlefield and into the safe haven of the car. We were both silent afterwards, all the way to the Laugardalur neighborhood on the east side of town, where we’d been invited for dinner at my mother’s house. Vilhelmína won’t mention giving the ducks bread again. That’s one of her innumerable good qualities: she never asks to do anything more than once.
* * *
Today, a trip to the carnival next to the harbor has been planned for us. I’m upset with myself for not having anticipated this beforehand, and I drive faster than I mean to in the direction of the harborside grounds, with my daughter fastened securely in her car seat. But it’s also Saturday—so-called “candy day” when shops nationwide sell sweets at half-price—so we pay a quick visit to the corner store on the way and the girl at the counter is remarkably patient while Vilhelmína picks out candy for her bag. She tends to be a bit finicky.
The girl at the counter looks familiar, although I’m sure I’ve never seen her before. She has a prosthetic hand and I wouldn’t forget a thing like that. A chill goes through me when I look at those stiff fingers—there’s something obscene about that pink, artificial flesh—but I try to hide my feelings.
“And then I’ll get that big, green lollipop there,” says Vilhelmína finally. “It’s Kryptonite,” she tells me confidentially, when we walk out. “Kryptonite is the only thing that can defeat Superman. Otherwise, he can do anything. And he’s always saving people.”
I nod my head, say that I’ve heard as much and am glad to have him around, but at the same time, I wonder whether it’s normal for girls to play superheroes.
“Mama says there’s a roller coaster at the carnival,” Vilhelmína adds excitedly, when we’re back in the car.
“She didn’t want to have a go herself?” I can’t stop myself from asking ironically.
But Vilhelmína is impervious to irony.
“Nah, she doesn’t have time. And also, she gets sick on roller coasters.”
I know for a fact that Vilhelmína’s mother is neither particularly busy nor prone to queasiness, but I keep this to myself.
When I try to worm out of my daughter how she hurt herself, she just quietly says that she’d been fighting with a boy and refuses to comment any further on it.
It’s hard to come to terms with the fact that there’s constantly more and more that I don’t know about the child whom I thought I knew as well as I know myself, but we keep driving in companionable silence.
“Tell me a story,” she says, all of a sudden.
“About what?” I ask, somewhat distractedly.
“Superman and Batman.” She looks at me exuberantly.
“One weekend, Superman and Batman decided to take a vacation,” I start, trying to come up with something. “They were bored to death with villains and rescue missions and thought it was high time to do something fun, so they decided to go to the carnival.”
I’m a little distracted because there aren’t many places to park, but finally, I find a spot and a half a few blocks away on Hafnarstræti and have the presence of mind to snag it ahead of a mournful-looking Lada.
“Just like us!” She claps her palms together and looks at me adoringly.
“Yep, just like us. And now we’re here and what we do, they’ll do, too,” I say as I open the car door, release my daughter from the prison of her car seat, and hand her umbrella to her.
“That’s a good idea!” Vilhelmína springs out, pops open the umbrella, and smooths her skirt.
“You can be Superman and I’m Batman. I think you look like Superman. He’s really strong and nothing can defeat him except Kryptonite!”
Touched, Superman looks into Batman’s sky-blue eyes and nods.
* * *
Down by the harbor, there’s a smattering of frozen parents wandering around with ruddy-cheeked and excited children. Chimes that sound like they’re coming from an overgrown music box manage, just barely, to rise above the noise of the wind and I button our jackets. I’m going to be firm today. It’s too chilly out to be lingering around, and anyway, I’m looking forward to showing Vilhelmína the new computer game that’s waiting for her at home on Tjarnargata. It’s called The Sims and it pretty much lets you arrange people and the universe however you want.
I start by putting a somewhat offended Vilhelmína on a merry-go-round that’s revolving slowly and venerably at the edge of the harbor, while I settle myself in the shelter of a wall in the meantime. Then I see she’s the only rider, and realize I have to do better on the next one.
“You can pick three rides, then we’ll get you some cotton candy, and then we’re going home,” I say, ready to strike a bargain.
“I want you to come on the rides with me.” Batman slips her little hand into Superman’s.
“Yes, of course. It would hardly do to make you ride by yourself.”
Then we start making our way over to the roller coaster. My daughter’s an opportunist.
“Aw, Villa, honey. I think you’re too young. Look! There are some fun wagons shaped like all kinds of animals over there. Why don’t we try those?” Even I can hear how cloying my voice sounds.
“That’s just for babies. You only want to let me go on something like that.” Vilhelmína’s disappointed.
“OK. How about the electric cars, then? What if you took me for a drive?”
Vilhelmína agrees and we join the short line.
“Ew—there’s hair on your lollipop,” a boy in front of us says, giving a shudder.
“It isn’t a lollipop.” Vilhelmína’s voice takes on a pedantic tone. “It’s Kryptonite, and I’m Batman.”
“Batman doesn’t wear a dress.” The boy’s disdain is boundless.
“Yeah-huh, he wears a dress when he feels like it. And this isn’t a dress—it’s a skirt. Don’t you know anything?!” Then she folds up her umbrella and lifts her skirt as she steps daintily into the driver’s seat.
Glowing with pride, I glance at the boy who looks after us with a dumb expression on his face, and I enjoy the warmth of Vilhelmína’s skinny shoulders when she steers between the other cars with remarkable skill.
Maybe I should buy a house out in the country. Land, even. The two of us could have a horse. I don’t know anything about horses, but we could learn together and girls like grooming horses and braiding their tails. I don’t know where the idea comes from, but it’s exciting and the idea sends a current of warmth through me. It could be our special place and I’d demand to have Vilhelmína every other week. Then I’d just work from home on my computer while she pottered about with the animals. Of course, we’d have a dog, too… When I look at those little hands that are getting bigger so quickly, that are holding the steering wheel so knowledgably, I’m hell-bent on making this day special, creating a beautiful memory for the both of us.
Next, Vilhelmína wants to test our sharpshooting skills, which yields depressing results—I’m half-distracted because my thoughts are still wrapped up in the land idea. And then there’s just one ride left.
“The roller coaster,” says Vilhelmína. The one here is soo small. She emphasizes just how small by pointing the sticky, poison-green lollipop that doesn’t seem to be getting any smaller to her knee.
“No,” I answer, with all the authority I have. “Let’s find something else.”
Hungry and cold, we wander around the harborside grounds and don’t feel like arguing anymore. I’ve forgotten my watch at home and don’t know what time it is, although I suspect it’s getting late, so we settle on checking out the Hall of Mirrors. I have good memories of the Hall of Mirrors, whose thin and fat reflections were a source of perennial amusement. What could go wrong? I think, pleased with myself as I pay a toothless man an absurdly high entrance fee.
There’s a thick, black curtain over the entryway. The man pulls it back and lets us in. When it falls, heavy and silent behind us, we’re suddenly alone in a dim hall and the dust-thickened air coats my tongue with a moldy flavor. Curious, Vilhelmína walks further in and I follow hesitantly behind her. This isn’t like I remembered. Where are the old funhouse mirrors? It’s a maze dressed in mirrors, and our own faces, pale and distorted, peek out from countless dark niches. This isn’t funny.
I’m gripped with claustrophobia, but Vilhelmína thinks this is great fun and to my horror, she runs ahead, cheerful and curious. In the blink of an eye, my child has disappeared. I try to follow, head uncertainly into the maze’s interior, but quickly realize that I’m completely lost. At first, when I call out to Vilhelmína, I get a distant reply, but before long, there’s nothing except silence and my reflections.
I stop and listen, but no matter how I try, all I can only hear is my own heartbeat and the ringing in my ears, which is only getting worse.
Take a deep breath, I say to myself and try to keep my cool, but the air is getting denser and more humid the further in I go. It fills my throat and nostrils and I feel like I’m drowning. I start to sweat—the back of my shirt is soaking wet and my heart thumps in my chest. I’m gripped by an intense and sudden terror.
Frantic, I take off running until my shaking knees give out under me and I collapse. The noise in my ears is now deafening and my fingers go numb and stiffen as if in a spasm. Am I having a heart attack here, all alone in the dark? I rip open the collar of my shirt.
Countless reflections stare at me reproachfully, white as sheets.
Eyes clenched, I finally start to crawl. The silence beyond the buzzing in my ears is terrifying and in order to keep myself from going crazy with fear, I begin to hum: Don’t worry, be happy. I’ve never liked the song and I only know the chorus, which I repeat over and over. An off-key voice reverberates around the maze, quiet and shaky, and I can hardly believe it belongs to me. Every so often, I run into a wall, but anything is better than opening my eyes, seeing the endless hallways, and looking into the eyes of my reflections.
A whole eternity passes until I feel a faint breeze and warily open my eyes, just a sliver.
* * *
There’s daylight at the end of the hall. A small group of people has gathered and standing in front of them is Vilhelmína, who’s staring at me, frightened. Her umbrella is closed and she’s still holding the sticky lollipop. There’s a strange green glow emanating from it in the pale sunlight.
I quit humming, stand shakily up, and try to smile at Vilhelmína.
“Don’t Worry, Be Happy,” an excerpt from Raddir úr húsi loftskeytamannsins
Það er pabbahelgi.
Vilhelmína stendur á milli okkar í Batmanbol innanundir ullarjakkanum, rauðu tjullpilsi og nýjum gúmmístígvélum. Hún er líka með allt of stóran bakpoka á mjóu bakinu sem í hangir lítil, skrautleg regnhlíf og ég finn hvernig hjartað tekur kipp þegar ég tek eftir skrámu á kinninni sem snýr að mér.
Móðir hennar stendur óþolinmóð í dyragættinni og reynir að hemja ljóst hárið sem gusturinn rótar upp. Víðar náttbuxur blakta um leggina og gamli bolurinn er kunnuglegur. Ég hef oft snert hann. Í myrkrinu á bak við hana grillir í skeggjaðan náunga í bómullarskyrtu. Hvernig getur henni fundist þessi maður aðlaðandi?
En þið feðgin ætlið að gera eitthvað skemmtilegt, er það ekki? Röddin er allt of glaðleg og spurningunni fylgir talandi augnaráð. Henni liggur á að losna við okkur.
Við Vilhelmína horfumst snöggvast í augu og skráman hnippir í óttann sem hefur hreiðrað um sig í krampakenndu faðmlagi við samviskubitið á óljósum stað innan við rifbeinin. Allt sem getur komið fyrir þegar ég er ekki til að passa hana. Og hver er eiginlega þessi maður sem felur sig í skugganum á bak við konuna sem ég kallaði einu sinni mína? Ég ætla að yfirheyra Vilhelmínu, varlega, lymskulega, og komast að því hvað gerðist. Hvernig hún hefur það, hvort eitthvað sé að. Passa að hræða hana ekki, gera hana ekki leiða. Sagði mamma hennar ekki einhvern tíma að þessi maður væri kenn ari, samstarfsmaður hennar?
Það gleður mig þegar ég sé að hún horfir á nýja Volvóinn sem bíður okkar við hliðið. Þú lendir alltaf ofan á, segir fyrrverandi konan mín hæðnislega.
Ég brosi bara og hristi framan í hana bíllyklana. Vilhelmína lítur eftirvæntingarfull á mig og ég velti því rétt einu sinni fyrir mér hvers vegna pabbahelgar eiga alltaf að snúast um eitthvað skemmtilegt. Af hverju má ég ekki bara taka í höndina á dóttur minni og hafa hana með í þessu daglega stússi? Leyfa henni að sjá hvernig minn veruleiki er? Alltaf verður eitthvað að gerast. Stundum er meira að segja búið að ákveða fyrirfram, og það í smáatriðum, hvert verður farið og hvað verður gert að mér forspurðum. Ég veit ekki hvernig þetta varð svona en nú segi ég stopp. Héðan í frá ætla ég að stjórna atburðarásinni, ég læt ekki fólk komast upp með að ráðskast með mig lengur.
Ævintýri síðustu pabbahelgar eru enn óþægilega skýr í minningunni þegar við feðginin keyrum af stað. Þá hafði konunni dottið í hug að það væri snjallræði láta okkur gefa öndunum á Tjörninni brauð. Þessi þjóðlega helgarskemmtun hefur aldrei höfðað til mín. Ekki heldur þegar ég var barn. En ég ákvað að gera mitt besta, ætlaði meira að segja að kaupa gamalt brauð í bakaríinu í Lækjargötu. Það var þó búið, einhverjir eldri borgarar höfðu fengið það ódýrt, svo að lokum splæstum við í glænýtt parmesanbrauð.
Þarna norpuðum við samkvæmt fyrirmælum og önduðum að okkur daufri rotnunarlyktinni á tjarnarbakkanum, kastandi smámolum fyrir og í endurnar á milli þess sem við fengum okkur sjálf nokkra bita. Endurnar voru lengi að taka við sér, ég hef mínar efasemdir um gáfnafar andastofnsins við Tjörnina en mávarnir voru með á nótunum og gripu bitana áður en þeir lentu í vatninu. Einn þeirra greip líka sígarettustubbinn sem ég henti frá mér og virtist ekki verða meint af. Mér var farið að verða kalt og ákvað að stækka bitana. Vilhelmínu fannst þetta sniðugt (henni þykir allt sniðugt sem ég geri) og það gekk hratt á brauðið.
Þá kom óður svanur aðvífandi. Hann var eins og forsöguleg skepna úr hryllingsmynd, barði, beit og hjó með vængjum og gogg í allar áttir. Ég hafði satt að segja aldrei áttað mig á því hverskonar skepna svanurinn er, að vængir hans væru svona stórir og sterkir. Vilhelmína, sem er svipuð á hæð og meðalsvanur, hafði ekki vit á að óttast fuglinn og varðist af miklu hugrekki en mér leist ekki á blikuna og henti restinni af brauðinu út í Tjörnina um leið og ég bar dóttur mína æpandi og spark andi burt af vígvellinum, inn í öruggt skjól bílsins. Við þögðum bæði á eftir, alla leiðina í Laugardal inn, þang að sem við vorum boðin í mat til mömmu. Vilhelmína mun ekki tala aftur um að gefa öndunum brauð. Það er einn af óteljandi kostum Vilhelmínu; hún biður aldrei um að gera neitt aftur.
Í dag er búið að skipuleggja ferð í tívolíið við höfnina. Ég er sjálfum mér reiður fyrir að hafa ekki séð þetta fyrir og ek hraðar en ég hafði hugsað mér í áttina að hafnarsvæðinu með dóttur mína kirfilega bundna í barna stólinn. En það er líka nammidagur svo við stöldrum við í sjoppu á leiðinni og afgreiðslustúlkan er afskaplega þolinmóð á meðan Vilhelmína velur sælgæti í poka. Hún á það til að vera svolítið smámunasöm.
Afgreiðslustúlkan er kunnugleg, þótt ég sé viss um að hafa aldrei séð hana áður. Hún er með gervihönd og ég gleymi ekki svoleiðis. Það fer hrollur um mig þegar ég horfi á þessa stífu fingur, það er eitthvað klúrt við þetta bleika gervihold, en ég reyni að leyna því hvernig mér líður.
Og svo ætla ég að fá stóra græna sleikibrjóstsykurinn þarna, segir Vilhelmína að lokum. Þetta er kryptonít, segir hún mér í trúnaði þegar við göngum út, kryptonít er það eina sem getur sigrað Súperman. Annars getur hann gert allt. Og hann er alltaf að bjarga fólki.
Ég kinka kolli, segist hafa frétt þetta og vera feginn að eiga hann að en velti því jafnframt fyrir mér hvort það sé algengt að stelpur séu að leika ofurhetjur.
Mamma segir að það sé rússíbani í tívolíinu, bætir Vilhelmína spennt við þegar við erum aftur komin í bílinn.
Hún hefur ekki bara viljað skella sér sjálf? get ég ekki stillt mig um að spyrja kaldhæðnislega. En kaldhæðni bítur ekki á Vilhelmínu. Æ, hún hefur ekki tíma. Og svo verður henni óglatt í rússíbönum.
Ég veit fyrir víst að mamma Vilhelmínu er hvorki önn um kafin né klígjugjörn en ákveð að halda því fyrir mig.
Þegar ég reyni að veiða upp úr dóttur minni hvernig hún hafi meitt sig svarar hún bara lágt að hún hafi verið að rífast við strák og neitar að tjá sig meira um það.
Það er erfitt að sætta sig við að það verður sífellt meira sem ég veit ekki um þetta barn sem ég hélt að ég gjörþekkti en við keyrum áfram í vinsamlegri þögn.
Segðu mér sögu, segir hún svo allt í einu. Um hvað? spyr ég, svolítið utan við mig. Súperman og Batman. Hún horfir upprifin á mig. Súperman og Batman ákváðu eina helgina að taka sér frí, byrja ég og reyni að láta mér detta eitthvað í hug. Þeir voru orðnir hundleiðir á glæpahyski og björgunarleiðöngrum og fannst kominn tími til að gera eitthvað skemmtilegt svo þeir ákváðu að fara í tívolí.
Ég er svolítið utan við mig því það er ekki mikið um laus stæði en að lokum finn ég eitt og hálft í Hafnarstræti og tekst með snarræði að ná því á undan þunglyndislegri Lödu.
Alveg eins og við! Hún klappar saman lófunum og horfir hrifin á mig.
Já, alveg eins og við. Og nú erum við komin og það sem við gerum gera þeir líka, segi ég um leið og ég opna bíldyrnar, losa dóttur mína úr prísund barnabílstólsins og rétti henni regnhlífina.
Það er góð hugmynd! Vilhelmína stekkur út, spennir upp regnhlífina og sléttir úr pilsinu.
Þú mátt vera Súperman og ég er Batman. Mér finnst þú líkur Súperman. Hann er alveg rosalega sterkur og ekkert getur sigrað hann nema kryptonít!
Súperman horfir snortinn í heiðblá augu Batmans og kinkar kolli.
Við höfnina er slæðingur af kuldalegum foreldrum á ráfi með rjóð og spennt börn. Tónar sem hljóma eins og úr ofvaxinni spiladós yfirgnæfa vindgnauðið með herkj um og ég hneppi jökkunum að okkur. Ég ætla að vera fastur fyrir í dag. Veðrið er of hryssingslegt til að vera að drolla þarna og svo hlakka ég líka til að sýna Vilhelmínu nýja tölvuleikinn sem bíður eftir henni heima á Tjarnargötunni. Hann heitir Sims og gengur út á að ráðstafa fólki og tilverunni nokkurn veginn að vild.
Ég byrja á að setja Vilhelmínu, nokkuð móðgaða, í hringekju sem snýst hægt og virðulega á hafnarbakkanum og kem mér fyrir í skjóli undir húsvegg á meðan.
Svo sé ég að hún er eini farþeginn og skil að ég verð að vanda mig betur næst.
Þú mátt velja þrjú tæki, síðan færðu kandífloss og svo förum við heim, segi ég samningsfús.
Ég vil að þú komir með mér í tækin. Batman laumar lítilli hendi í lófa Súpermans.
Já, ætli það sé ekki vissara. Það er varla forsvaranlegt að hleypa þér einni.
Þá byrjum við á að fara í rússíbanann. Dóttir mín er tækifærissinni.
Æ, Villa mín, ég held að þú sért of ung. Sjáðu! Þarna eru skemmtilegir vagnar dregnir af allskonar dýrum. Eigum við ekki að prófa þá? Ég heyri sjálfur hvað röddin er smeðjuleg.
Þetta er bara fyrir smábörn, þú vilt bara leyfa mér að fara í eitthvað svoleiðis. Vilhelmína er svekkt.
Ókei. En rafmagnsbílarnir? Hvernig væri að þú færir með mig í bíltúr?
Vilhelmína samþykkir það og við stillum okkur upp í stuttri röð.
Oj bara, það er hár á sleikjónum þínum, segir strákur sem stendur fyrir aftan okkur og hryllir sig.
Þetta er ekki sleikjó. Það er fyrirlestrartónn í rödd Vilhelmínu. Þetta er kryptonít og ég er Batman.
Batman er ekki í kjól. Fyrirlitning stráksins er takmarkalaus.
Jú, hann fer í kjól þegar honum sýnist. Og þetta er ekki kjóll, þetta er pils, veistu ekki neitt?! Svo leggur hún regnhlífina saman og lyftir pilsinu um leið og hún stekkur fimlega í bílstjórasætið.
Heitur af stolti gjóa ég augunum á strákinn sem horfir á eftir okkur með aulasvip og ég nýt þess að finna ylinn af mjórri öxlinni þegar Vilhelmína stýrir á milli hinna bílanna af ótrúlegri leikni.
Kannski ætti ég að kaupa hús uppi í sveit. Jafnvel jörð. Við feðgin gætum verið með hross. Ég veit ekkert um hesta en við getum lært á þá saman og stelpur hafa gaman af að kemba hesta og flétta á þeim taglið. Ég veit ekki hvaðan hugmyndin kemur en hún er spennandi og það fer hlýr straumur um mig við tilhugsunina. Þetta getur orðið samastaðurinn okkar og ég fer fram á að hafa Vilhelmínu aðra hverja viku. Ég vinn þá bara heima í tölvunni á meðan hún stússast með dýrin. Auð vitað yrðum við líka að vera með hund … Þegar ég horfi á þessar litlu hendur sem stækka svo hratt og halda svo kunnáttusamlega um stýrið er ég staðráðinn í að gera þennan dag sérstakan, búa til fallega minningu fyrir okkur bæði.
Næst vill Vilhelmína reyna skotfimi okkar með niðurdrepandi árangri, ég er hálfutan við mig því hugurinn er enn bundinn við jarðarkaupin, og þá er bara eitt tæki eftir.
Rússíbaninn, segir Vilhelmína. Hann er pínulítill hér. Hún leggur áherslu á hve lítill hann er með því að bera klístraðan, eiturgrænan sleikibrjóstsykurinn sem virð ist ekkert minnka við hnén á sér.
Nei, svara ég með öllum þeim myndugleika sem ég á til. Finnum eitthvað annað.
Við ráfum um hafnarsvæðið svöng og köld og nennum ekki að þrasa meira. Ég hef gleymt úrinu heima og veit ekki hvað klukkan er en mig grunar að það sé að verða áliðið svo við semjum um að kíkja inn í speglasalinn. Ég á góðar minningar úr speglasölum þar sem mjóar og feitar spegilmyndir voru sígilt skemmtiefni. Þetta getur ekki klikkað, hugsa ég feginn um leið og ég borga tannlausum manni fáránlega háan aðgangseyri.
Svart, þykkt tjald er fyrir innganginum. Maðurinn dregur það frá og hleypir okkur inn. Þegar það fellur þungt og þögult á eftir okkur erum við allt í einu ein í dimmum göngum og rykmettað loft leggst með myglubragði á tunguna. Vilhelmína gengur forvitin lengra inn og ég fylgi hikandi á eftir. Þetta er ekki eins og mig minnti. Hvar eru gömlu spéspeglarnir? Þetta er völundarhús, klætt speglum og okkar eigin andlit gægjast fram föl og afmynduð úr ótal myrkum kimum. Þetta er ekkert fyndið.
Innilokunarkenndin grípur mig en Vilhelmínu finnst þetta stórskemmtilegt og mér til skelfingar hleypur hún á undan, kát og forvitin. Á augabragði er barnið mitt horfið. Sjálfur reyni ég að elta, held hikandi af stað inn í innviði völundarhússins en kemst fljótlega að því að ég er rammvilltur. Þegar ég kalla á Vilhelmínu fæ ég í fyrstu fjarlæg svör en fljótlega er ekkert þarna nema þögnin og spegilmyndirnar.
Ég nem staðar og hlusta en hvernig sem ég sperri eyrun finna þau aðeins minn eigin hjartslátt og suðið í höfðinu á mér sem ágerist.
Anda rólega, segi ég við sjálfan mig og reyni að halda ró minni en loftið verður rakara og þéttara eftir því sem ég fer lengra, það fyllir hálsinn og nasirnar og mér finnst ég vera að kafna. Svitinn sprettur fram, skyrtubakið er rennandi blautt og hjartað hamast í brjóst inu. Ég er gripinn ofsalegri og fyrirvaralausri skelfingu.
Trylltur hleyp ég af stað þar til skjálfandi hnén gefa sig undir mér og ég hníg niður. Hávaðinn í höfðinu á mér er nú ærandi og fingurnir dofna og stirðna eins og í krampa. Er ég að fá hjartaáfall einn hér í myrkrinu? Ég ríf upp hálsmálið á skyrtunni.
Ótal spegilmyndir stara náhvítar og ásakandi á mig. Með samanklemmd augnlokin skríð ég loksins af stað. Þögnin handan við suðið í eyrunum er lamandi og til að sturlast ekki úr skelfingu byrja ég að söngla, Don’t worry, be happy. Lagið hefur aldrei höfðað til mín og ég kann bara viðlagið sem ég endurtek í sífellu. Hjáröddin endurómar lág og skjálfandi í völundarhúsinu og ég á bágt með að trúa að hún tilheyri mér. Stundum rek ég mig utan í veggina en allt er betra en að opna augun, sjá endalausa gangana og horfast í augu við spegilmyndirnar.
Það líður heil eilífð áður en ég finn örlítinn andvara og rifa augun varlega.
Við endann á göngunum er dagsbirtan. Þar hefur safnast lítill hópur fólks og fremst stendur Vilhelmína sem starir hrædd á mig. Regnhlífin er lokuð og í hendinni er hún enn með klístraðan sleikibrjóstsykurinn. Frá honum stafar framandi grænni birtu í fölum sólargeislunum. Ég hætti að raula, stend skjálfandi upp, og reyni að brosa til Vilhelmínu.
Larissa Kyzer is a writer and translator who was a 2012 Fulbright recipient to Iceland, where she has lived and studied for five years. Her translations include works by Andri Snær Magnason, Auður Jónsdóttir, Kári Tulinius, and Kristín Svava Tómasdóttir, as well as a collection of horror stories by Icelandic children. She will earn her MA in translation studies from the University of Iceland in October 2017.